Hamilton vill skáka Vettel í tímatökunni í nótt 14. október 2011 19:56 Sebastin Vettel og Lewis Hamilton stinga saman nefjum á fréttamannafundi í Suður Kóreu. AP: Eugne Hoshiko Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Jenson Button á seinni æfingunni, þar sem aksturstímarnir voru mun betri en á þeirri fyrri vegna aðstæðna. Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrri æfingunni, en brautin var blaut á báðum æfingum. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í tólf af fimmtán mótum ársins og tímatakan fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt. Hún verður endursýnd kl. 11.45 á laugardag. „Það yrði frábært að skáka honum á morgun. En við vitum ekki hvað þeir eru að gera á föstudögum (á æfingum), þannig að dagurinn segir ekki margt. En við erum fljótir og bíllinn var góður, " sagði Hamilton í frétt á autosport.com. „Jenson sýndi það í síðasta móti að við getum verið mjög, mjög samkeppnisfærir, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að við munum veita þeim samkeppni. Hvort við getum gert betur í tímatökunni verður fróðlegt að sjá," sagði Hamilton. Rigning var á báðum æfingum í dag og Hamilton segir að aðstæður eigi að vera betri næstu tvo daga, en ef rigni þá sé McLaren í góðum málum og það sé jákvætt. Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Jenson Button á seinni æfingunni, þar sem aksturstímarnir voru mun betri en á þeirri fyrri vegna aðstæðna. Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrri æfingunni, en brautin var blaut á báðum æfingum. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í tólf af fimmtán mótum ársins og tímatakan fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt. Hún verður endursýnd kl. 11.45 á laugardag. „Það yrði frábært að skáka honum á morgun. En við vitum ekki hvað þeir eru að gera á föstudögum (á æfingum), þannig að dagurinn segir ekki margt. En við erum fljótir og bíllinn var góður, " sagði Hamilton í frétt á autosport.com. „Jenson sýndi það í síðasta móti að við getum verið mjög, mjög samkeppnisfærir, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að við munum veita þeim samkeppni. Hvort við getum gert betur í tímatökunni verður fróðlegt að sjá," sagði Hamilton. Rigning var á báðum æfingum í dag og Hamilton segir að aðstæður eigi að vera betri næstu tvo daga, en ef rigni þá sé McLaren í góðum málum og það sé jákvætt.
Formúla Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira