Real Madrid komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann stórsigur á Real Betis, 4-1. Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik.
Gonzalo Higuain og Kaká komu Madridingum í 2-0 áður en Jorge Molina minnkaði muninn.
Þá tók Higuain leikinn í sínar hendur og skoraði tvö mörk á þriggja mínútna kafla og gerði út um leikinn.
Barcelona getur komist aftur í toppsætið á eftir takist liðinu að leggja Racing Santander af velli.
Þrenna frá Higuain í stórsigri Real Madrid

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn