Viðskipti erlent

Gríðarlegur fjöldi starfa tapast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það eru miklar uppsagnir framundan hjá Philips.
Það eru miklar uppsagnir framundan hjá Philips. mynd/ afp.
Stjórnendur raftækjaframleiðandans Philips ætla að leggja niður 4500 stöðugildi á næstunni. Þetta var tilkynnt um leið og sagt var frá gríðarlegu tekjutapi félagsins á þriðja fjórðungi ársins. Ástæða tapsins er fyrst og fremst minni sala. Hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi var 74 milljónir evra samanborið við 524 milljónir á sama tímabili í fyrra. Á síðustu sjö mánuðum hefur Phillips tvisvar gefið út afkomuviðvaranir. Hlutabréf í Phillips hafa fallið um 40% á síðasta ári vegna verri afkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×