Viðskipti erlent

Efnahagskerfi Kína aðeins að kólna

Rauðglóandi efnahagskerfi Kína er aðeins farið að kólna. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi reyndist vera 9,1% en hann mældist 9,5% á öðrum ársfjórðungi ársins og 9,7% á þeim fyrsta.

Hagvöxtur landsins er samt sem áður langt fyrir ofan flestar aðrar þjóðir. Til samanburðar er vöxturinn 1,7% í Bandaríkjunum og aðeins 0,2% á evrusvæðinu.

Verðbólgan er hinsvegar á mikilli siglingu í Kína og mælist nú yfir 6% en hún var 3,6% á sama tíma í fyrra. Þótt seðlabanki landsins hafi hækkað stýrivexti sína fimm sinnum á liðnu ári hefur það ekki dregið úr verðbólgunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×