Viðskipti erlent

Verðbólga mælist 5,2% í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, stendur í ströngu þessa dagana. Illa hefur gengið að halda verðbólgu í skefjum.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, stendur í ströngu þessa dagana. Illa hefur gengið að halda verðbólgu í skefjum.
Verðbólga í Bretlandi mælist nú 5,2% samkvæmt tölum sem birtar voru í dag. Verðbólga hefur aukist mikið undanfarin misseri, en hún mældist 4,5% í mánuðinum á undan.

Þetta er mesta verðbólga sem mælst hefur frá því árið 1997.

Til samanburðar má nefna að verðbólga hér á landi mælist 5,7%.

Samkvæmt tilkynningu frá hagstofunni í Bretlandi, sem vitnað er til á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC, er þetta mesta aukning milli mánaða sem mælst hefur síðan hagstofan hóf mælingar samkvæmt þeirri vísitölu sem miðað er við.

Orkukostnaður hefur hækkað um 9,9% á ársgrundvelli að því er segir í frétt BBC, samgöngur um 12% og matarverð um 6% miðað við árið á undan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×