Viðskipti erlent

Coca-Cola hagnaðist um 250 milljarða króna

Rekstur Coca-Cola gengur vel þessa dagana.
Rekstur Coca-Cola gengur vel þessa dagana.
Drykkjarvörurisinn Coca-Cola hagnaðist um 2,2 milljarða dollara, rúmlega 250 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er um 45% hagnaðaraukning frá ársfjórðunginum á undan, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Coca-Cola hefur átt mikilli velgengni að fagna að undanförnum misserum og hefur kreppa á alþjóðamörkuðum ekki haft mikil áhrif starfsemi fyrirtækisins.

Mesta söluaukningin á heimsvísu varð á markaðssvæði fyrirtækisins í Kína en salan jókst þar um 7% miðað við mánuðina þrjá á undan. Í Evrópu jókst salan um 2% og í Bandaríkjunum og Kanada um 5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×