Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur.
Andres Iniesta og Alexis Sanchez hafa báðir verið meiddir síðustu vikur en Iniesta er farinn að æfa á nýjan leik þótt að það sé ólíklegt að hann spili leikinn á móti Sporting Gijon í kvöld.
Cesc Fabregas hefur smollið vel inn í leik Barcelona síðan að hann kom frá Arsenal í ágúst en þessi 24 ára miðjumaður hefur skorað 4 mörk og gefið 4 stoðsendingar í fimm deildarleikjum sínum með Barca til þessa á tímabilinu.
Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
