Viðskipti erlent

ESA kvartar yfir SAS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
SAS réð til sín 130 flugstjóra.
SAS réð til sín 130 flugstjóra. Mynd/ AFP.
SAS flugfélagið hefur að undanförnu ráðið 130 nýja flugmenn sem munu fljúga fyrir félagið næsta sumar. Fjöldi flugmanna er um 1400 og þetta er því um 10% stækkun á flotanum, segir Eivind Bjurstrøm yfirflugstjóri við ABC Nyheter í Noregi.

Það eru samt ekki allir jafn ánægðir með ráðningarnar, því ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur kvartað við norska, danska og  sænska ríkið vegna málsins, en þau eiga SAS. Ástæðan er sú að einungis norskir flugmenn voru ráðnir. Það þykir brjóta gegn jafnræðisreglum EES svæðisins, sem Noregur er hluti af.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×