Meðfylgjandi myndir voru teknar við gerð nýrrar Vodafone auglýsingaherferðar með Pétri Jóhanni Sigfússyni leikara í aðalhlutverki.
Eins og sjá má á myndunum kemur hæna við sögu og Pétur Jóhann virðist smellpassar í hlutverk andans sem flýgur um á teppi í rauðum andabuxum sem klæða Pétur áberandi vel.
Handritið er samið af Braga í Baggalút hjá auglýsingastofunni Fíton en leikstjórn var í höndum tvíeykisins Samma og Gunna hjá TrueNorth. Þá má greinilega sjá að góð stemning ríkti við tökurnar.
Þessar buxur fara þér vel Pétur Jóhann
