Þegar markaðir opnuðu í Evrópu klukkan sjö í morgun hækkuðu helstu vísitölur nokkuð, FTSE vísitalan í London hækkaði um eitt prósent við opnun en hefur nú lækkað á ný um hálft prósent. Svipaða sögu var að segja í París og í Frankfurt og þar var dálítil hækkun strax við opnun.
Það er skýrt með því að fjárfestar sjái sér leik á borði í að ná í ódýr hlutabréf eftir miklar lækkanir í vikunni en sérfræðingar segja ólíklegt að hækkunin eigi eftir að halda áfram þegar líður á daginn.
Hækkanir við opnun markaða - sérfræðingar þó enn svartsýnir
