Florentino Perez, forseti Real Madrid, er afar ánægður með þjálfarann sinn, Jose Mourinho. Perez segir að Mourinho sé besti þjálfari heims og að hann muni stýra liðinu til sigurs í Meistaradeildinni.
"Við trúum á liðið og besta þjálfara heims, Jose Mourinho. Hann hefur þegar gert flotta hluti með liðið og er rétti maðurinn til þess að koma okkur á toppinn í Evrópu," sagði Perez.
Madrid komst í undanúrslit í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og var það í fyrsta skipti frá 2003 sem það gerist. Liðið fékk einnig flest stig allra í riðlakeppninni og skoraði flest mörk.
