Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu 26. september 2011 15:09 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Singapúr. AP MYND: Terence Tan Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu. „Það hefur ýmislegt gerst. Liðið getur tekið á sig sumt og Hamilton annað. Stundum falla hlutirnir ekki með manni í akstursíþróttum. Þetta er búið að vera erfitt tímabil, en við munum eftir sem áður keppa til sigurs og reyna vinna mótin fimm (sem eftir eru) og Hamilton mun gera það sama", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. „Þegar þér er sagt að þú sért í átjanda eða nítjánda sæti í svona keppni (eins og í Singapúr) þá er það mjög, mjög svekkjandi. Þá þarf að taka til hendinni við aksturinn, þannig að hann ætti að fá plús fyrir það." „En það er enginn okkar fullkominn. Liðið hefur gert mistök og við munum gera fleiri. Við gerum það ekki vísvitandi, en þannig er lífið. Við erum hreinskilnir um hlutina, felum ekkert og það gefur fólki færi á því að magna hlutina upp." „Við þurfum að bæta okkur sem lið og Hamilton þarf að bæta sig sem ökumaður, en hann var í erfiðri stöðu og þurfti fimm sinnum að fara gegnum þjónustusvæðið og náði samt í dýrmæt stig. Hann náði fimmta sæti og ók vel", sagði Whitmarsh. Massa gagnrýndi Hamilton eftir mótið í gær, en Hamilton hefur lent í óhöppum í Kanada, Ungverjalandi og Belgíu að auk þess að keyra aftan á Massa í gær. „Hamilton er enn ungur að árum. Hann er að læra og mun læra sína lexíu. Hann mun vinna mót og fleiri meistaratitila. Hann er harðfylginn og einbeittur ökumaður. Hann mun vinna fleiri sigra en ég og þú og mun vinna fleiri meistaramót", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira