Með teknó- og þungarokksplötu á teikniborðinu Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. september 2011 13:28 Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira