Viðskipti erlent

Vilja skatt á fjármagnsflutninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til skatt á fjármagnsflutninga.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til skatt á fjármagnsflutninga. Mynd/ AFP.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandins hefur formlega lagt til skatt á fjármagnsflutninga í öllum ríkjum Evrópusamstarfsins. Gert er ráð fyrir að skatturinn myndi afla um 57 milljarða evra tekna á ári og yrði settur á í byrjun ársins 2014.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að bankar verði að leggja sitt af mörkum nú þegar Evrópusambandið stendur frammi fyrir eins mikilli þolraun og raun ber vitni. Óvíst er hvort Bretar muni samþykkja þennan skatt en samþykki þeirra er nauðsynlegt ef skatturinn á að verða að veruleika, segir BBC.

Skatturinn yrði þannig að 0,1% álagning kæmi á allar millifærslur milli stofnana, þar sem að minnsta kosti önnur stofnunin er innan Evrópusambandsins. Þá yrði 0,01% skattur lagður á afleiðusamninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×