Fótbolti

Ferguson pirraður út í blaðamenn - De Gea spilar gegn Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson var í stuttermaskyrtu í kvöld.
Ferguson var í stuttermaskyrtu í kvöld.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var eitthvað pirraður út í blaðamenn eftir jafnteflið gegn Benfica í kvöld. Hann þoldi illa að þeir spyrðu hann út í hvort frammistaða markvarðarins Anders Lindegaard hefði gert það að verkum að David de Gea yrði á bekknum í næsta leik.

"David de Gea spilar á sunnudaginn gegn Chelsea. Það var ákveðið fyrir þennan leiko og hefur ekkert breyst. Ég veit ekki af hverju þið eruð að spyrja svona spurninga. Þið eruð alltaf að leita að einhverju vitlausu til að skrifa um. Þessi leikur sannar bara að við eigum tvo frábæra markverði," sagði Ferguson.

"Það var annars fínt að koma til baka eftir að hafa lent undir. Við hefðum getað klárað leikinn fyrri hluta seinni hálfleiks. Benfica pressaði okkur síðan undir lokin og þá kom Anders okkur tvisvar til bjargar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×