Viðskipti erlent

Hátekjuskattar bandaríkjaforseta í bígerð

Barack Obama bandaríkjaforseti skipuleggur nú tillögur sínar um hátekjuskatta í Bandaríkjunum til að tryggja að þeir greiði allavega jafn háa skatta og þeir efnaminni.

Tillögurnar eru kallaðar Buffet-reglan eftir milljarðamæringnum Warren Buffet, en sá skrifaði grein í The New York times í sumar þar sem hann kallaði eftir hátekjusköttum og sagði hina ofurríku ekki leggja hönd á plóg í þeim efnahagsþrengingum sem bandaríski ríkissjóðurinn hefur gengið í gegnum.

Samkvæmt upplýsingum úr Hvíta Húsinu stefnir Obama að því að kynna tillögur sínar á morgun. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að nýr skattur muni hafa áhrif á þá sem hafa eina milljón bandaríkjadala eða meira í árstekjur.




Tengdar fréttir

Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta

Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×