Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur kynnt áætlanir sínar til þess að draga úr fjárlagahalla Bandaríkjanna og örva hagvöxt. Á fundi í Hvíta húsinu í dag sagði hann að nauðsynlegt væri að skerða framlög til heilbrigðismála en hann sagði jafnframt að hinir auðugu yrðu að greiða hærri skatta.
Í ávarpi, sem sjónvarpað var úr Rósargarðinum við Hvíta húsið, sagði Obama að ef Bandaríkin myndu ekki bregðast við fjárlagahallanum núna myndu skuldir ríkisins falla á framtíðarkynslóðir. „Við verðum að skera niður það sem við höfum ekki efni á og greiða fyrir það sem skiptir máli," sagði Obama.
Hann boðaði að framlög til heilbrigðismála yrðu skorin niður um 250 milljarða dala. Það samsvarar 29 þúsund milljörðum króna.
Obama tilkynnti niðurskurðartillögur í dag
