Viðskipti erlent

Hvers virði er Iceland?

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Formlegt söluferli hefst í mánuðinum, segir Sunday Telegraph.
Formlegt söluferli hefst í mánuðinum, segir Sunday Telegraph.
Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi verður sett formlega á sölu í mánuðinum. Það eru UBS og Bank of America Merril Lynch sem sjá um söluna. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir málið að umfjöllunarefni í dag. Þar segir að Malcolm Walker, stofnandi verslunarkeðjunnar, hafi klárlega áhuga á að kaupa hlutinn. Stærri spurning sé hvort einhverjir aðrir muni geta boðið í hlut skilanefndar Landsbankans í verslunarkeðjunni.

Iceland er í 67% eigu skilanefndar Landsbankans og 10% hlutur er í eigu skilanefndar Glitnis. Sunday Telegraph veltir upp þeirri hugmynd hvort hluturinn í Iceland sé 1,5 milljarða sterlingspunda virði, eða 280 milljarða, virði eins og eigendurnir telja. Þá segir blaðið að Malcolm Walker sé reiðubúinn til þess að greiða 1,2 milljarða punda, eða 223 milljarða punda, og ef hann ætli sér að bjóða það verð þurfi hann að vera sannfærður um það að enginn hafi bolmagn til að bjóða hærra verð á móti honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×