Viðskipti erlent

Vill að ríkisstjórnir beiti sér til að örva hagvöxt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Christine Lagarde kallar eftir meiri íhlutun frá ríkisstjórnum. Mynd/ AFP.
Christine Lagarde kallar eftir meiri íhlutun frá ríkisstjórnum. Mynd/ AFP.
Bandaríkin og ríki í Evrópu þurfa að beita öllum ráðum sem þau hafa til að örva hagvöxt, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters fréttastofan segir að þörf sé á innspýtingu frá ríkissjóðum þessara ríkja til þess að fjárfestar fái aftur trú á alheimshagkerfinu.

Við mælum með því að ríki í Evrópu aðlagi niðurskurðaráform sín að þeirri stöðu sem er í Evrópu og meti hvernig hægt sé að örva vöxtinn, segir Lagarde í samtali við Der Spiegel.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×