Í meðfylgjandi myndskeiði segir leikarinn, söngvarinn og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson frá fyrstu sólóplötunni sinni, Þögul nóttin, sem kemur út 27. september næstkomandi. Sama kvöld heldur hann útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi.
Þá segir Felix einnig í myndskeiðinu hver er lykillinn á bak við að eldast vel.
Miðasala á tónleikana er í fullum gangi á www.salurinn.is og í síma 5700400.
