Viðskipti erlent

Forstjóri Standard & Poor´s rekinn

Deven Sharma forstjóri Standard & Poor´s hefur verið rekinn úr starfi. Tískuhúsið McGraw-Hill Companies sem á matsfyrirtækið tilkynnti um þetta í gærkvöldi.

Sharma mun þó áfram starfa hjá Standard & Poor´s sem ráðgjafi. Sharma hefur starfað sem forstjóri Standard & Poor´s frá árinu 2007.

Matsfyrirtækið hefur verið í sviðsljósinu undanfarið í kjölfar þess að það ákvað að lækka topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. Þá var nýlega greint frá því að bandaríska dómsmálaráðuneytið væri að rannsaka hlut Standard & Poor´s í undirmálslánahneykslinu sem var upphafið að fjármálakreppunni árið 2008.

Sá sem tekur við forstjórastarfinu er Douglas Peterson forstjóri Citibank, viðskiptabanka Citigroup. Hann hefur störf í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×