Viðskipti erlent

Glencore hagnast um 280 milljarða

Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra.

Glencore er stærsti hluthafinn í Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, og raunar aðeins prósentubroti frá því að mynda yfirtökuskyldu í Century.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Ivan Glasenberg forstjóra Glencore að framtíðin sé björt einkum vegna aukinnar eftirspurnar í Asíu.

Það sem einkum veldur auknum hagnaði Glencore eru hinar miklu hækkanir á hrávörum undanfarið ár. Eftir að tilkynning barst um uppgjörið hækkuðu hlutir í Glencore um rúm 6% í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×