Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher 25. ágúst 2011 16:12 Fernando Alonso, ökumaður Ferrari notaði frítíma sinn á Spáni með fjölskyldu og vinum. Mynd: Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Alonso var í fríi eins og aðrir Formúlu 1 ökumenn í ágúst og varði tímanum með fjölskyldu og vinum. Hann ritaði á vefsíðu Ferrari að hann hefði m.a. farið í hjólreiðaferð um heimasvæði sitt Asturias á Spáni. Alonso segir að Ferrari sé ekki búið að gefast upp á titilbaráttunni, en Sebastian Vettel og Red Bull eru með gott forskot í stigamótunum tveimur, fyrir ökumenn og bílasmiði. „Við reynum alltaf að vinna hvert mót, eins og ég hef sagt um nokkurt skeið. Við skoðum tölurnar í lokin. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Stefano (Domenicali framkvæmdarstjóra Ferrari) og hann er hvetjandi. Ég kann við þess háttar hugarfar sem er mér líkt. Það verður mikilvægt að skila hagstæðum úrslitum, en liðið hefur lagt mikið á sig að komast í baráttuna, eftir erfiða byrjun. Starfsmenn okkar og áhangendur eiga það skilið", ritar Alonso á ferrari.com. Alonso minntist sérstaklega á tímamót hjá Schumacher þessa mótshelgina á Spa. Schumacher byrjaði í Formúlu 1 með Jordan árið 1991, en hætti að keppa í þrjú ár og byrjaði svo aftur með Mercedes í fyrra og er með samning við liðið á næsta ári. „Það er mjög sérstök helgi framundan fyrir einn ökumann, sem hefur spilað hlutverk í sögu Formúlu 1 og hjá Ferrari sérstaklega. Það er Michael Schumacher. Það er ekki mitt að segja að hann sé sá besti allra tíma. Tölurnar tala sínu máli, sjö meistaratitlar, 91 sigur. Það er ótrúlegur árangur. Ég met Schumacher mikils og finnst heiður að hafa keppt á sama tíma", skrifar Alonso og bætir við. „Þegar ég kom til Maranello (bækistöð Ferrari) þá gerði ég mér enn betur grein fyrir hve náin hann er Ferrari. Ég veit ekki hvort ég verð enn að í Formúlu 1 árið 2021. Það er erfitt að segja, en vera Schumacher þennan tíma segir hve markverður ferill hans hefur verið. Ég vil nota tækifærið og senda hinum bestu óskir á þessum tímamótum: 20 ár er undravert afrek." Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Alonso var í fríi eins og aðrir Formúlu 1 ökumenn í ágúst og varði tímanum með fjölskyldu og vinum. Hann ritaði á vefsíðu Ferrari að hann hefði m.a. farið í hjólreiðaferð um heimasvæði sitt Asturias á Spáni. Alonso segir að Ferrari sé ekki búið að gefast upp á titilbaráttunni, en Sebastian Vettel og Red Bull eru með gott forskot í stigamótunum tveimur, fyrir ökumenn og bílasmiði. „Við reynum alltaf að vinna hvert mót, eins og ég hef sagt um nokkurt skeið. Við skoðum tölurnar í lokin. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Stefano (Domenicali framkvæmdarstjóra Ferrari) og hann er hvetjandi. Ég kann við þess háttar hugarfar sem er mér líkt. Það verður mikilvægt að skila hagstæðum úrslitum, en liðið hefur lagt mikið á sig að komast í baráttuna, eftir erfiða byrjun. Starfsmenn okkar og áhangendur eiga það skilið", ritar Alonso á ferrari.com. Alonso minntist sérstaklega á tímamót hjá Schumacher þessa mótshelgina á Spa. Schumacher byrjaði í Formúlu 1 með Jordan árið 1991, en hætti að keppa í þrjú ár og byrjaði svo aftur með Mercedes í fyrra og er með samning við liðið á næsta ári. „Það er mjög sérstök helgi framundan fyrir einn ökumann, sem hefur spilað hlutverk í sögu Formúlu 1 og hjá Ferrari sérstaklega. Það er Michael Schumacher. Það er ekki mitt að segja að hann sé sá besti allra tíma. Tölurnar tala sínu máli, sjö meistaratitlar, 91 sigur. Það er ótrúlegur árangur. Ég met Schumacher mikils og finnst heiður að hafa keppt á sama tíma", skrifar Alonso og bætir við. „Þegar ég kom til Maranello (bækistöð Ferrari) þá gerði ég mér enn betur grein fyrir hve náin hann er Ferrari. Ég veit ekki hvort ég verð enn að í Formúlu 1 árið 2021. Það er erfitt að segja, en vera Schumacher þennan tíma segir hve markverður ferill hans hefur verið. Ég vil nota tækifærið og senda hinum bestu óskir á þessum tímamótum: 20 ár er undravert afrek."
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira