Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher 25. ágúst 2011 16:12 Fernando Alonso, ökumaður Ferrari notaði frítíma sinn á Spáni með fjölskyldu og vinum. Mynd: Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Alonso var í fríi eins og aðrir Formúlu 1 ökumenn í ágúst og varði tímanum með fjölskyldu og vinum. Hann ritaði á vefsíðu Ferrari að hann hefði m.a. farið í hjólreiðaferð um heimasvæði sitt Asturias á Spáni. Alonso segir að Ferrari sé ekki búið að gefast upp á titilbaráttunni, en Sebastian Vettel og Red Bull eru með gott forskot í stigamótunum tveimur, fyrir ökumenn og bílasmiði. „Við reynum alltaf að vinna hvert mót, eins og ég hef sagt um nokkurt skeið. Við skoðum tölurnar í lokin. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Stefano (Domenicali framkvæmdarstjóra Ferrari) og hann er hvetjandi. Ég kann við þess háttar hugarfar sem er mér líkt. Það verður mikilvægt að skila hagstæðum úrslitum, en liðið hefur lagt mikið á sig að komast í baráttuna, eftir erfiða byrjun. Starfsmenn okkar og áhangendur eiga það skilið", ritar Alonso á ferrari.com. Alonso minntist sérstaklega á tímamót hjá Schumacher þessa mótshelgina á Spa. Schumacher byrjaði í Formúlu 1 með Jordan árið 1991, en hætti að keppa í þrjú ár og byrjaði svo aftur með Mercedes í fyrra og er með samning við liðið á næsta ári. „Það er mjög sérstök helgi framundan fyrir einn ökumann, sem hefur spilað hlutverk í sögu Formúlu 1 og hjá Ferrari sérstaklega. Það er Michael Schumacher. Það er ekki mitt að segja að hann sé sá besti allra tíma. Tölurnar tala sínu máli, sjö meistaratitlar, 91 sigur. Það er ótrúlegur árangur. Ég met Schumacher mikils og finnst heiður að hafa keppt á sama tíma", skrifar Alonso og bætir við. „Þegar ég kom til Maranello (bækistöð Ferrari) þá gerði ég mér enn betur grein fyrir hve náin hann er Ferrari. Ég veit ekki hvort ég verð enn að í Formúlu 1 árið 2021. Það er erfitt að segja, en vera Schumacher þennan tíma segir hve markverður ferill hans hefur verið. Ég vil nota tækifærið og senda hinum bestu óskir á þessum tímamótum: 20 ár er undravert afrek." Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Alonso var í fríi eins og aðrir Formúlu 1 ökumenn í ágúst og varði tímanum með fjölskyldu og vinum. Hann ritaði á vefsíðu Ferrari að hann hefði m.a. farið í hjólreiðaferð um heimasvæði sitt Asturias á Spáni. Alonso segir að Ferrari sé ekki búið að gefast upp á titilbaráttunni, en Sebastian Vettel og Red Bull eru með gott forskot í stigamótunum tveimur, fyrir ökumenn og bílasmiði. „Við reynum alltaf að vinna hvert mót, eins og ég hef sagt um nokkurt skeið. Við skoðum tölurnar í lokin. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Stefano (Domenicali framkvæmdarstjóra Ferrari) og hann er hvetjandi. Ég kann við þess háttar hugarfar sem er mér líkt. Það verður mikilvægt að skila hagstæðum úrslitum, en liðið hefur lagt mikið á sig að komast í baráttuna, eftir erfiða byrjun. Starfsmenn okkar og áhangendur eiga það skilið", ritar Alonso á ferrari.com. Alonso minntist sérstaklega á tímamót hjá Schumacher þessa mótshelgina á Spa. Schumacher byrjaði í Formúlu 1 með Jordan árið 1991, en hætti að keppa í þrjú ár og byrjaði svo aftur með Mercedes í fyrra og er með samning við liðið á næsta ári. „Það er mjög sérstök helgi framundan fyrir einn ökumann, sem hefur spilað hlutverk í sögu Formúlu 1 og hjá Ferrari sérstaklega. Það er Michael Schumacher. Það er ekki mitt að segja að hann sé sá besti allra tíma. Tölurnar tala sínu máli, sjö meistaratitlar, 91 sigur. Það er ótrúlegur árangur. Ég met Schumacher mikils og finnst heiður að hafa keppt á sama tíma", skrifar Alonso og bætir við. „Þegar ég kom til Maranello (bækistöð Ferrari) þá gerði ég mér enn betur grein fyrir hve náin hann er Ferrari. Ég veit ekki hvort ég verð enn að í Formúlu 1 árið 2021. Það er erfitt að segja, en vera Schumacher þennan tíma segir hve markverður ferill hans hefur verið. Ég vil nota tækifærið og senda hinum bestu óskir á þessum tímamótum: 20 ár er undravert afrek."
Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti