Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir.
JP Morgan braut viðskiptabann
