Viðskipti erlent

Les um klámstjörnu og bíður þess að Bernanke ljúki sér af

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þess er beðið að Bernanke flytji ávarp sitt. Mynd/ AFP.
Þess er beðið að Bernanke flytji ávarp sitt. Mynd/ AFP.
Það þorir enginn að hreyfa sig á mörkuðum fyrr en Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hefur lokið við ávarp sitt sem áformað er að hann muni flytja í dag. Þetta á ekki aðeins við um markaði í Bandaríkjunum heldur í Evrópu og jafnvel á Norðurlöndunum er töluverður slaki.

Eftir að markaðir í Noregi höfðu verið opnir í tvo og hálfan tíma höfðu farið fram viðskipti með um 1 milljarð norskra króna. Það jafngildir um 21 milljarði íslenskra króna. Það þykir lítið á þeim bænum.

Norski viðskiptavefurinn E24 náði sambandi við ónafngreindan verðbréfamiðlara til að taka stöðuna á þeim. Blaðamaður spurði hann hvort honum leiddist starfið. „Það má nú segja það. Ég sit hér og les um klámstjörnuna Rocco núna. Þannig að maður hefur ekki mikið að gera,“ segir hann við E24.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×