Viðskipti erlent

Obama skipaði nýjan ráðgjafa í atvinnumálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama skipaði nýjan efnahagsráðgjafa. Mynd/ AFP.
Obama skipaði nýjan efnahagsráðgjafa. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Alan Krueger, hagfræðing við Princeton háskólann sem nýjan efnahagsráðgjafa sinn. Það verður verk Kruegers að stefnu stjórnvalda í atvinnumálum en hana mun Obama kynna í ræðu sem verður haldin eftir verkamannadaginn í Bandaríkjunum, sem er þann 5. september næstkomandi. Eitt mesta meinið í bandarísku efnahagslífi er mikið atvinnuleysi. Það stendur nú í um 9,1%. Krueger var hagfræðingur í fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna á árunum 2009-2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×