Apple sækir að Exxon 10. ágúst 2011 16:00 Bandaríska tæknifyrirtækið Apple varð í gær um tíma verðmætasta fyrirtæki heims þegar það fór fram úr Exxon Mobil. Exxon tók þó við sér undir lok dags og endurheimti titilinn. Við lokun markaða í gær var Apple metið á 346,74 milljarða Bandaríkjadala en Exxon á 352,9 milljarða dala. Þetta gerðist þrátt fyrir að árlegar tekjur Exxon séu fjórum sinnum hærri en tekjur Apple og bendir því til þess að markaðir telji vaxtarmöguleika Apple mun meiri. Þá er búist við gífurlegri sölu á iPhone-síma Apple á næstu misserum. Fyrirtækin skiptust á um að halda forystunni eftir því sem á gærdaginn leið en óstöðugleiki hefur verið á hlutabréfamörkuðum. Áhlaup Apple í gær batt enda á fimm ára veru Exxon Mobil sem verðmætasta fyrirtækis heims. Apple bætist því í lítinn hóp fyrirtækja sem það hafa gert. Meðal þeirra eru General Electric, General Motors, IBM, Microsoft og AT&T. - mþl Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple varð í gær um tíma verðmætasta fyrirtæki heims þegar það fór fram úr Exxon Mobil. Exxon tók þó við sér undir lok dags og endurheimti titilinn. Við lokun markaða í gær var Apple metið á 346,74 milljarða Bandaríkjadala en Exxon á 352,9 milljarða dala. Þetta gerðist þrátt fyrir að árlegar tekjur Exxon séu fjórum sinnum hærri en tekjur Apple og bendir því til þess að markaðir telji vaxtarmöguleika Apple mun meiri. Þá er búist við gífurlegri sölu á iPhone-síma Apple á næstu misserum. Fyrirtækin skiptust á um að halda forystunni eftir því sem á gærdaginn leið en óstöðugleiki hefur verið á hlutabréfamörkuðum. Áhlaup Apple í gær batt enda á fimm ára veru Exxon Mobil sem verðmætasta fyrirtækis heims. Apple bætist því í lítinn hóp fyrirtækja sem það hafa gert. Meðal þeirra eru General Electric, General Motors, IBM, Microsoft og AT&T. - mþl
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira