Viðskipti erlent

Gullverðið aftur komið yfir 1.800 dollara

Heimsmarkaðsverð á gulli er aftur komið yfir 1.800 dollara á únsuna og hefur hækkað um 0,5% það sem af er degi. Gullverðið rauf síðast 1.800 dollara hrunið í upphafi mánaðarins þegar miklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum heimsins.

Niðursveifla er í gangi á nær öllum mörkuðum í Evrópu í dag og utanmarkaðsviðskiptin á Wall Street sýna að markaðir þar verða í rauðum tölum þegar þeir verða opnaðir eftir hádegið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×