Viðskipti erlent

Þingmenn greiða atkvæði um skuldavanda

Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafi komist að samkomulagi um að hækka skuldaþak Bandaríkjanna og koma þannig í veg fyrir að ríkið lendi í greiðsluþroti. Skuldaþakið á samkvæmt samkomulaginu að hækka um 2,4 trilljónir dollara. Samkomulagið á þó enn eftir að fara í gegnum þingið.

Búist er við að atkvæðagreiðsla um það fari fram í báðum deildum þingsins í dag. Bandarísk stjórnvöld hafa til morgundagsins að samþykkja hækkun á skuldaþaki - ella hætta á fyrsta greiðsluþroti í sögu þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×