Viðskipti erlent

Fá milljarða fyrir nýju Harry Potter myndina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópurinn sem stendur að baki nýjustu Harry Potter myndinni getur vel við unað. Mynd/ afp.
Hópurinn sem stendur að baki nýjustu Harry Potter myndinni getur vel við unað. Mynd/ afp.
Kvikmyndin Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2 hefur skilað einum milljarði bandaríkjadala í tekjur, samkvæmt upplýsingum sem BBC fréttastofan hefur frá Warner Bros. Upphæðin samsvarar um 115 milljörðum íslenskra króna.

Engin önnur mynd um galdrastrákinn Potter hefur skilað jafn miklum tekjum, en tekjur af Harry Potter and the Philosopher's Stone, sem kom út árið 2001, námu um 975 milljónum dala.

Sú mynd sem hefur skilað mestum tekjum í kvikmyndasögunni er Avatar, sem kom út árið 2009. Hún skilaði 2,8 milljörðum bandaríkjadala í kassann. Það eru um 322 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×