Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti nú undir kvöld samkomulag sem gert hafði verið um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins. Samkomulagið felur einnig í sér niðurskurð á fjárlögum ríkisins.
Samkomulagið var samþykkt með atkvæðum 269 þingmanna gegn 161. Þar af voru 164 Repúblikanar sem samþykktu en 95 Demókratar, eftir því sem CBS fréttastofan greinir frá.
Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings muni afgreiða málið á morgun.
Með því að samþykkja samkomulagið er verið að koma í veg fyrir greiðsluþrot ríkissjóðs.
Fulltrúadeildin samþykkti málamiðlun
