Heimsmarkaðsverð á olíu er nú í frjálsu falli svipað og hlutabréfamarkaðir heimsins. Tunnan af Brent olíunni er komin niður í 105,6 dollara og hefur þar með öll hækkun ársins á henni gengið til baka.
Bandaríska léttolían er komin niður í 83,5 dollara á tunnuna en fyrir um tíu dögum síðan leit út fyrir að hún myndi skríða aftur yfir 100 dollara markið. Hefur verð á léttolíunni því lækkað um rúm 16% á þessu tímabili.
Í nótt og í morgun hafa bæði Brent og léttolían lækkað stöðugt og heldur sú lækkun áfram nú fram eftir morgni. Léttolían lækkar harðar og er nú aftur kominn yfir 20 dollara verðmunur á henni og Brent olíunni.
Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli
