Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 20. júlí 2011 17:45 Dylan Macallister átti flottan leik. Mynd/Stefán Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira