Hamilton vill halda slagkraftinum eftir sigur 26. júlí 2011 17:43 Lewis Hamilton fagnar sigri í Þýskalandi á sunnudaginn. AP mynd: Jens Meyers Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira