Steindi jr hélt útgáfupartý á skemmtistaðnum Austur síðasta föstudag í tilefni af því að diskurinn hans er loksins kominn út með tónlistinni úr þáttunum hans. Um var að ræða stórt Smirnoff partý í anda þáttanna.
Fram komu meðal annars Bjartmar Guðlaugs, Gnúsi Jones, Þórunn Antonía, Berndsen og svo Steindi sjálfur með Bent og Ásgeiri.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið stuð og flestir, ef ekki allir gestirnir, sjúklega frægir.
Steindi á sjúklega fræga vini
