Viðskipti erlent

Risavaxinn hagnaður hjá Shell

Risavaxinn hagnaður varð af rekstri hollenska olíufélagsins Shell á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 8 milljörðum dollara eða yfir 900 milljörðum kr. sem er 77% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt frétt um málið á Reuters er höfuðástæðan fyrir auknum hagnaði að heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað verulega frá því á sama tíma fyrir ári. Þar að auki hjálpaði eignasala við að bæta hagnaðinn.

Shell býst við að nýlegar fjárfestingar muni leiða til þess að góður hagnaður verði af starfsemi félagsins út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×