Yfirmaður Red Bull hissa á að Webber hunsaði liðsskipanir 10. júlí 2011 19:19 Fernando Alonso tekur á móti verðlaunum sínum á Silverstone úr höndum Harry prins, en Sebastian Vettel og Mark Webber fylgjast með. AP mynd: Lefteris Pitarakis Mark Webber sinnti ekki liðsskipunum Red Bull liðsins í Silverstone kappakstrinum í dag, þegar hann fékk nokkrum sinnum fyrirmæli um að sækja ekki að Sebastian Vettel. Þeir voru í slag um annað sætið á eftir Fernando Alonso og Webber lét ekki segjast. Webber sagði að hann hefði vísvitandi hunsað skipun liðsins af því hann vildi keppa af kappi við Vettel til loka mótsins. Christian Horner, yfirmaður Red Bull sagði í samtali við autosport.com að viðbrögð Webber hefðu komið sér á óvart. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir liðið mestu máli og enginn einstaklingur er stærri en liðið. Ég skil svekkelsi Webber, en ef þessu hefði verið öfugt farið, þá hefði það sama verið upp á teningnum", sagði Horner. Horner sagði það ekki hafa verið áhættunar virði að láta Webber og Vettel keppa á frjálsan hátt. Þeir lentu í árekstri í Tyrklandi í fyrra, þegar þeir voru að berjast um fyrsta sætið. Horner sagðist ætla að ræða málið við Webber „Honum er frjálst að berjast til sigurs. Hann var fremstur á ráslínu og átti möguleika á sigri, en áð gekk ekki uppi. Við gáfum honum færi á því og mönnum var það ljóst eftir fund í morgun að liðsheildin skipti máli fyrir framan starfsmenn okkar, sem hafa lagt mikið á sig", sagði Horner en Red Bull var eitt átta liða á heimavelli í dag. „Eftir mótið er Sebastian með aukið forskot og Webber hefur færst í annað sætið í stigakeppni ökumanna. Við hefðum getað gefið frá okkur 33 stig á síðustu 3 hringjunum ef ökumenn okkar hefðu fengið að berjast. Við tókum rétta ákvörðun sem lið", sagði Horner. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber sinnti ekki liðsskipunum Red Bull liðsins í Silverstone kappakstrinum í dag, þegar hann fékk nokkrum sinnum fyrirmæli um að sækja ekki að Sebastian Vettel. Þeir voru í slag um annað sætið á eftir Fernando Alonso og Webber lét ekki segjast. Webber sagði að hann hefði vísvitandi hunsað skipun liðsins af því hann vildi keppa af kappi við Vettel til loka mótsins. Christian Horner, yfirmaður Red Bull sagði í samtali við autosport.com að viðbrögð Webber hefðu komið sér á óvart. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir liðið mestu máli og enginn einstaklingur er stærri en liðið. Ég skil svekkelsi Webber, en ef þessu hefði verið öfugt farið, þá hefði það sama verið upp á teningnum", sagði Horner. Horner sagði það ekki hafa verið áhættunar virði að láta Webber og Vettel keppa á frjálsan hátt. Þeir lentu í árekstri í Tyrklandi í fyrra, þegar þeir voru að berjast um fyrsta sætið. Horner sagðist ætla að ræða málið við Webber „Honum er frjálst að berjast til sigurs. Hann var fremstur á ráslínu og átti möguleika á sigri, en áð gekk ekki uppi. Við gáfum honum færi á því og mönnum var það ljóst eftir fund í morgun að liðsheildin skipti máli fyrir framan starfsmenn okkar, sem hafa lagt mikið á sig", sagði Horner en Red Bull var eitt átta liða á heimavelli í dag. „Eftir mótið er Sebastian með aukið forskot og Webber hefur færst í annað sætið í stigakeppni ökumanna. Við hefðum getað gefið frá okkur 33 stig á síðustu 3 hringjunum ef ökumenn okkar hefðu fengið að berjast. Við tókum rétta ákvörðun sem lið", sagði Horner.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira