Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma 11. júlí 2011 11:14 Lewis Hamilton hjá McLaren varð fjórði á Silverstone brautinni í gær. AP mynd: Tom Hevezi Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira