Körfubolti

Njarðvíkingar fengu gull í San-Marínó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Njarðvíkingar með verðlaun sín
Njarðvíkingar með verðlaun sín Mynd/UMFN.is
Strákarnir í 10. flokki Njarðvíkur í körfubolta hrósuðu sigri á körfuboltamóti í San Marínó sem lauk á laugardaginn. Njarðvíkingar unnu tvö ítölsk lið auk 16 ára landsliðs San Marínó.

Njarðvíkingar sigruðu alla þrjá andstæðinga sína í U16 ára flokknum en töpuðu tveimur hörkuleikjum gegn U18 ára liðum. Maciej Baginski fór á kostum á mótinu og var stigahæsti leikmaður mótsins. Þá var hann valinn í úrvalslið mótsinis ásamt Theódóri Má Guðmundssyni. Einar Árni Jóhannsson var valinn þjálfari mótsins.

Nánari umfjöllun á heimasíðu Njarðvíkur.

Leikmenn og þjálfarar Njarðvíkur á myndinni.

Efri röð frá vinstri: Árni Brynjólfur Hjaltason fararstjóri, Theódór Már Guðmundsson, Tómas Orri Grétarsson, Maciej Baginski, Brynjar Þór Guðnason, Magni Þór Jónsson, Teitur Árni Ingólfsson, Einar Árni Jóhannsson þjálfari.

Neðri röð frá vinstri: Friðrik Árnason, Atli Freyr Kristjánsson, Stefán Jason Taylor, Atli Marcher Pálsson, Erlingur Þór Gunnarsson, Baldvin Lárus Sigurbjartsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×