Getgátur eru um að leikaraparið Brad Pitt og Angelina Jolie muni á næstunni ganga í hnapphelduna. Bandaríska slúðurritið American Magazine Us Weekly, segir að parið sé að undirbúa litla athöfn, fyrir nánustu fjölskyldu og vini í Correns í Frakklandi. Brad og Angelina höfðu áður sagt að þau myndu ekki gifta sig fyrr en hjónaband samkynhneigðra yrði leyft um gervöll Bandaríkin. En þegar hjónaband samkynhneigðra var svo leyft í New York á dögunum er talið að hugur þeirra hafi snúist.
Brangelina á leið upp að altarinu?
Jón Hákon Halldórsson skrifar
