Skuldabréfaútboð Ítalíu betra en óttast var 14. júlí 2011 10:48 Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%. Jyllands Posten ræðir við Jacob Graven aðalhagfræðing Sydbank um málið. Hann segir að þrátt fyrir að ávöxtunarkrafan á 5 ára bréfunum hafi verið sú hæsta í þrjú ár og mun hærri en í sambærilegu útboði í júní séu þetta samt góðar fréttir. „Eftir óróann á mörkuðunum þar sem fjárfestar flúðu úr ítölskum og spænskum ríkisskuldabréfum hefðu útboðið í dag getað farið miklu verr,“ segir Graven. Graven segir að þótt útboðið hafi tekist betur en von var á sé Ítalía síður en svo laus úr skuldakreppu sinni. Hinsvegar megi draga þá ályktun af útboðinu að skuldakreppan á evrusæðinu sé ekki að verða alveg stjórnlaus. Í öðrum miðlum kemur fram að eftirspurnin 15 ára bréfunum var nær tvöfalt meiri en framboðið. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%. Jyllands Posten ræðir við Jacob Graven aðalhagfræðing Sydbank um málið. Hann segir að þrátt fyrir að ávöxtunarkrafan á 5 ára bréfunum hafi verið sú hæsta í þrjú ár og mun hærri en í sambærilegu útboði í júní séu þetta samt góðar fréttir. „Eftir óróann á mörkuðunum þar sem fjárfestar flúðu úr ítölskum og spænskum ríkisskuldabréfum hefðu útboðið í dag getað farið miklu verr,“ segir Graven. Graven segir að þótt útboðið hafi tekist betur en von var á sé Ítalía síður en svo laus úr skuldakreppu sinni. Hinsvegar megi draga þá ályktun af útboðinu að skuldakreppan á evrusæðinu sé ekki að verða alveg stjórnlaus. Í öðrum miðlum kemur fram að eftirspurnin 15 ára bréfunum var nær tvöfalt meiri en framboðið.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira