Viðskipti erlent

Átta bankar féllu á álagsprófi

Fjármálaeftirlit Evrópusambandsins segir að átta af 91 banka hafi fallið á álagsprófi, sem var gert til að komast að því hvernig þeim myndi reiða af í nýrri kreppu. Sextán bankar að auki rétt skriðu í gegnum prófið.

Á síðasta ári féllu sjö bankar á álagsprófi eftirlitsstofnunarinnar.

Prófin eru gerð til þess að finna út hvar helstu veikleikar bankakerfisins liggja. Í framhaldi af þessum niðurstöðum verður allt kapp lagt á að þeir bankar, sem féllu á prófinu eða féllu næstum því, bæti ráð sitt og styrki stöðu sína. - gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×