Viðskipti erlent

Rúgbrauð frá 1963 seldist á 25 milljónir

Volkeswagen rúgbrauð af árgerðinni 1963 stal senunni á bílauppboði í Kaliforníu í vikunni og seldist á 218 þúsund dollara eða tæpar 25 milljónir króna.

Reyndist hann dýrasti bílinn á uppboðinu sem þó bauð upp á 1964 árgerðina af Rolls Royce Silver Cloud og fleiri eðalbíla.

Sá bíll sem komst næst rúgbrauðinu í verði var 1970 árgerðin af Dodge Hemi Challenger sem var sleginn á tæplega 217 þúsund dollara.

Rúgbrauðið kom fyrst fyrir sjónir almennings 1963 en það fylgir sögunni að búið sé að endurnýja þennan bíl svo mikið að hann er í betra standi en þegar hann var nýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×