Button dreymir um að sigra á Silverstone brautinni 4. júlí 2011 16:38 Jenson Button vann kanadíska kappaksturinn í júní á Mclaren, eftir harða keppni við Sebastian Vettel á Red Bull. AP mynd: Paul Chiasson/The Canadian Press Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton. „Besti árangur minn á Silverstone er fjórða sæti, sem ég náði 2004 og í fyrra, eftir að hafa unnið mig upp listann eftir slaka tímatöku. Þó svæðið hafi ekki verið mér vingjarnlegt, þá hlakka ég til mótsins í ár. Við kepptum á nýju útfærslu hennar í fyrra, en núna keppum við í fyrsta skipti á brautinni eins og hún að vera", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er ný ráslína og fyrsta beygjan ný og allt þjónustusvæðið og aðstaða keppnisliða ný og það verður frábært. Ég held að Silverstone verði staðfest sem ein besta braut heims. Það verður skrýtið að sitja á ráslínunni og að fara á fullri ferð í Abbey sem fyrstu beygju." „Við munum enn eina ferðina sjá að breskir áhorfendur eru meðal þeirra ástríðufyllstu og fróðustu og tryggustu í heiminum. Það myndi vera mér allt ef ég næði að vinna á heimavelli, draumur sem myndi rætast. Hvað sem gerist verður helgin frábær", sagði Button. Hamilton hefur unnið mótið á Silverstone og gerði það 2008. „Sigur minn á Silverstone árið 2008 er einn af sætustu og minnisstæðustu atvikunum á ferli mínum í Formúlu 1. Það er minnig sem verður alltaf til staðar. Að standa á efsta þrepi verðlaunapallsins og sjá yfir haf af flöggum og andlitum í stúkunni er einfaldlega ótrúlegt", sagði Hamilton. „Núna erum við á nýrri Silverstone og þó margt hafi breyst í kringum brautina og aðstöðu keppnisliða, þá er ég viss um að þúsundir áhorfenda verða jafn ástríðufullir og áður. Það er það besta við breska kappaksturinn", sagði Hamilton. „Það verður stífari túlkun á reglum í þessu móti, sem gæti haft áhrif á öll keppnisliðin og það verður áhugavert að sjá hvort styrkleikinn breytist vegna þessa. Þetta verður annasöm helgi fyrir tækimenn okkar og þeir munu gera sitt til að við verðum samkeppnisfærir." „Ég hlakka til Silverstone, þetta er ein besta braut í heimi og ég tel að notkun á DRS (stillanlegum afturvæng) og KERS kerfinu muni gera þetta að einum besta og mest spennandi breska kappakstrinum nokkurn tímann", sagði Hamilton. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton. „Besti árangur minn á Silverstone er fjórða sæti, sem ég náði 2004 og í fyrra, eftir að hafa unnið mig upp listann eftir slaka tímatöku. Þó svæðið hafi ekki verið mér vingjarnlegt, þá hlakka ég til mótsins í ár. Við kepptum á nýju útfærslu hennar í fyrra, en núna keppum við í fyrsta skipti á brautinni eins og hún að vera", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er ný ráslína og fyrsta beygjan ný og allt þjónustusvæðið og aðstaða keppnisliða ný og það verður frábært. Ég held að Silverstone verði staðfest sem ein besta braut heims. Það verður skrýtið að sitja á ráslínunni og að fara á fullri ferð í Abbey sem fyrstu beygju." „Við munum enn eina ferðina sjá að breskir áhorfendur eru meðal þeirra ástríðufyllstu og fróðustu og tryggustu í heiminum. Það myndi vera mér allt ef ég næði að vinna á heimavelli, draumur sem myndi rætast. Hvað sem gerist verður helgin frábær", sagði Button. Hamilton hefur unnið mótið á Silverstone og gerði það 2008. „Sigur minn á Silverstone árið 2008 er einn af sætustu og minnisstæðustu atvikunum á ferli mínum í Formúlu 1. Það er minnig sem verður alltaf til staðar. Að standa á efsta þrepi verðlaunapallsins og sjá yfir haf af flöggum og andlitum í stúkunni er einfaldlega ótrúlegt", sagði Hamilton. „Núna erum við á nýrri Silverstone og þó margt hafi breyst í kringum brautina og aðstöðu keppnisliða, þá er ég viss um að þúsundir áhorfenda verða jafn ástríðufullir og áður. Það er það besta við breska kappaksturinn", sagði Hamilton. „Það verður stífari túlkun á reglum í þessu móti, sem gæti haft áhrif á öll keppnisliðin og það verður áhugavert að sjá hvort styrkleikinn breytist vegna þessa. Þetta verður annasöm helgi fyrir tækimenn okkar og þeir munu gera sitt til að við verðum samkeppnisfærir." „Ég hlakka til Silverstone, þetta er ein besta braut í heimi og ég tel að notkun á DRS (stillanlegum afturvæng) og KERS kerfinu muni gera þetta að einum besta og mest spennandi breska kappakstrinum nokkurn tímann", sagði Hamilton.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira