Viðskipti erlent

Örlátur Buffett gefur 205 milljarða

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett hefur gefið 1,78 milljarða dollara eða um 205 milljarða kr. til góðgerðarsamtaka.  Megnið af þessari gjöf fer til Bill and Melinda Gates Foundation.

Í frétt á BBC um málið segir að Buffett hafi gefið Bill and Melinda Gates Foundation, sem rekin er af stofnanda Microsoft og konu hans, 23.31 milljón hluta í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway. Gengi þeirra var 76,5 dollarar á hlut í gærdag.

Það hefur áður komið fram að Warren Buffett ætlar sér að gefa 99% af auð sínum til góðgerðarmála. Fyrrgreind gjöf er sjötta risagjöfin sem Buffett hefur gefið frá árinu 2006. Fram að þessu hefur Buffett gefið yfir 11 milljarða dollara virði af hlutum í Berkshire Hathaway til góðgerðasamtaka.

Buffett er þriðji auðugasti maður heimsins en auður hans er metinn á um 50 milljarða dollara eða hátt í 6.000 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×