Bojan Krkic leikmaður Barcelona er sagður á leið til Roma. Samkvæmt útvarpsstöðinni Catalunya Radio hafa félögin komist að samkomulagi um félagaskiptin og er kaupverðið talið vera um 10 milljón evrur.
Luis Enriqure nýráðinn þjálfari Roma þekkir vel til framherjans smávaxna. Enrique var þjálfari B-liðs Börsunga áður en hann tók við Roma. Talið er að talsmaður Barcelona muni tilkynna formlega um fyrirhuguð félagsskipti síðar í dag.
Bojan er um þessar mundir með spænska landsliðinu á Evrópumóti U-21 landsliða í Danmörku. Þar hefur hann að mestu vermt varamannabekkinn líkt og hlutskipti hans hefur verið hjá Barcelona undanfarin ár. Talið er að Bojan skrifi undir hjá Roma að mótinu loknu.
Bojan Krkic á leið til Roma
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið








Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn
