Högni kann mjög vel við að vinna með GusGus 18. júní 2011 17:13 Högni kemur fram með GusGus á tónleikunum í kvöld. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Vísir.is. Mynd/Stefán Karlsson „Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21. Rætt er við Högna um Hjaltalín, samstarfið við GusGus, unglingsárin í Belgíu, fótbolta og tilgerð í helgarblaði Fréttablaðsins. Um GusGus segir Högni meðal annars: „Ég kem úr annarri kreðsu en kann mjög vel við að vinna með GusGus. Þetta eru reynsluboltar í senu sem er fyrst núna að komast almennilega upp á yfirborðið hér og hefur ekki borið hátt í menningarumfjöllun. Lengi vel var þetta af mörgum einungis talin lyfjatónlist fyrir skemmtanaþyrsta unglinga." Viðtalið við Högna er hægt að lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21. Rætt er við Högna um Hjaltalín, samstarfið við GusGus, unglingsárin í Belgíu, fótbolta og tilgerð í helgarblaði Fréttablaðsins. Um GusGus segir Högni meðal annars: „Ég kem úr annarri kreðsu en kann mjög vel við að vinna með GusGus. Þetta eru reynsluboltar í senu sem er fyrst núna að komast almennilega upp á yfirborðið hér og hefur ekki borið hátt í menningarumfjöllun. Lengi vel var þetta af mörgum einungis talin lyfjatónlist fyrir skemmtanaþyrsta unglinga." Viðtalið við Högna er hægt að lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. 18. júní 2011 10:45