House of Fraser lýkur 46 milljarða skuldabréfaútgáfu 3. júní 2011 09:04 Verslunarkeðjan House of Fraser hefur lokið við skuldabréfaútgáfu upp á 250 milljónir punda eða ríflega 46 milljarða kr. Með þessu hafa bankaskuldir keðjunnar verið endurskipulagðar. Slitastjórn/skilanefnd Landsbankans fer með 35% eignarhlut í House of Fraser í gegnum Highland Group Holding, móðurfélag House of Fraser. Þessi hlutur var áður í eigu Baugs. Í frétt um málið í Financial Times segir að töluverð umframeftirspurn hafi verið í skuldabréfaútgáfu House of Fraser en bréfin eru með 8,875 vöxtum sem greiddir eru árlega en bréfin verða svo gerð upp í einu lagi að sjö árum liðnum. Fram kemur í Financial Times að samhliða skuldabréfaútgáfunni hafi House of Fraser fengið 70 milljón punda lánlínu frá nokkrum bönkum sem lið í endurskipulagningu á fjármálum keðjunnar. Það eru bankarnir Deutsche Bank, Barclays, HSBC og Lloyds sem leggja lánalínuna til. Skuldabréfin verða skráð í kauphöllina í Lúxemborg og þar með er House of Fraser skylt að greina frá afkomu sinni þar ársfjórðungslega. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verslunarkeðjan House of Fraser hefur lokið við skuldabréfaútgáfu upp á 250 milljónir punda eða ríflega 46 milljarða kr. Með þessu hafa bankaskuldir keðjunnar verið endurskipulagðar. Slitastjórn/skilanefnd Landsbankans fer með 35% eignarhlut í House of Fraser í gegnum Highland Group Holding, móðurfélag House of Fraser. Þessi hlutur var áður í eigu Baugs. Í frétt um málið í Financial Times segir að töluverð umframeftirspurn hafi verið í skuldabréfaútgáfu House of Fraser en bréfin eru með 8,875 vöxtum sem greiddir eru árlega en bréfin verða svo gerð upp í einu lagi að sjö árum liðnum. Fram kemur í Financial Times að samhliða skuldabréfaútgáfunni hafi House of Fraser fengið 70 milljón punda lánlínu frá nokkrum bönkum sem lið í endurskipulagningu á fjármálum keðjunnar. Það eru bankarnir Deutsche Bank, Barclays, HSBC og Lloyds sem leggja lánalínuna til. Skuldabréfin verða skráð í kauphöllina í Lúxemborg og þar með er House of Fraser skylt að greina frá afkomu sinni þar ársfjórðungslega.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira