Áhugaverð breytingatilraun Gus Gus Birgir Örn Steinarsson skrifar 7. júní 2011 15:21 Útgáfutónleikar Gusgus eru 18. júní. Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag. "Við höfum haldið marga tónleika á Nasa og við vorum stundum að bíða til klukkan rúmlega tvö um nóttina eftir því að nægilega margir væru mættir svo að hægt að hefja giggið," útskýrði Biggi í þættinum. "Við ákváðum því að auglýsa eina tónleika á kristilegum tíma. Húsið opnar átta og við förum á svið klukkan níu. Svo þegar það seldist upp á þá ákváðum við prufa að bæta við öðru giggi seinna sama kvöld. Svona getur fólk bara skellt sér á barinn að giggi loknu - og þarf ekki að vera alveg út úr heiminum á tónleikunum sjálfum." Gus gus auglýsti fyrst fyrri tónleikana og Biggi viðurkennir að nokkrir þeirra sem keyptu miða vilji nú frekar mæta á seinna giggið. Hann sagði að verið væri að koma því fyrir að hægt sé að skipta á miðum. Nýja breiðskífa Gus Gus - Arabian Horse - hefur fengið fullt hús stiga hjá flestum þeirra sem hafa gagnrýnt hana í prentmiðlum. Biggi Veira mætti liðinn "Selebb Shuffle" í Vasadiskó þættinum - en þangað mæta þekktir einstaklingar með mp3 safnið sitt og setja á shuffle. Öll lögin úr safni Bigga Veiru voru teknólög. Hér er listinn: Pryda - Reeperbahn Alter Ego - Jolly Joker (SuperMayer Remix) Mr. Flash - Couscous Paul Kalkbrenner - Altes Kamuffel (Special Berlin Calling Edit) Anthony Rother - So Good Jimmi Hill - Late Nigth Sleaze Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira