Eyjólfur: Ekki ákjósanlegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 9. júní 2011 10:00 Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma." Skroll-Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson var vitanlega ekki ánægður þegar ljóst varð að æfing U-21 landsliðsins í morgun gat ekki farið fram eins og áætlað var. Það hefur mikið rignt í Álaborg síðan í gærkvöldi og völlurinn á floti. Engu að síður á að reyna að æfa síðdegis. Landsliðið ætlaði einnig að æfa í gærkvöldi en þeirri æfingu var einnig aflýst þar sem að för hópsins til Danmerkur seinkaði vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair í gærmorgun. „Þetta er ekki ákjósanlegt fyrir okkur enda höfum við ekki margar æfingar til að skerpa á okkar leik og fara yfir þau atriði sem við viljum hafa á hreinu," sagði Eyjólfur en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. „Það eru nokkur atriði sem við viljum hafa á hreinu - í vörn, sókn og föst leikatriði. Við verðum því að pakka þessu á færri æfingar og vera skipulagðir." Landsliðið kom seint í gærkvöldi til Álaborgar. Til stóð að fljúga frá Kaupmannahöfn en vegna seinkunnar á fluginu frá Keflavík missti hópurinn af tengifluginu. Við tók því sex tíma rútuferð til Álaborgar og voru leikmenn þreyttir í morgun að sögn Eyjólfs. „Já, þeir voru nokkuð þreyttir í morgun og nú eru tveir orðnir veikir," sagði hann og átti við þá Gylfa Þór Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson. „Það er einhver smá pest í þeim en ég held að það sé ekkert alvarlegt og að það gangi fljótt yfir." „Það er líka þess vegna sem ég tel það ekki hentugt fyrir þá að fara út í svona veður. Ég vil heldur ekki að þetta smitist út." Hann segir þó mikla tilhlökkum ríkja í hópnum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu en það verður gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn. „Strákarnir eru staðráðnir í að sýna sitt rétta andlit og vera Íslandi til sóma."
Skroll-Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira